Kattardalur

Google Maps

Kattardalur er örnefni við Réttarholt tæpum 500 metrum norðvestan Skógarkots, skammt norðan Krókhólagötu. Kattardalur er líklegast heiti á laut eða hraunbolla, sem þar er, en almenn málvenja á Þingvöllum var að kalla slíkt dali. Tildrög nafnsins eru ekki útskýrð í örnefnaskrá.