Kirkjuklöpp

Google Maps

Kirkjuklöpp er örnefni í austanverðu Arnarfelli. Samkvæmt örnefnalýsingu er klöppin „móbergsrani til suðurs“ og er sunnan við svonefnda Lögmannsbrekku. Telja má líklegt að átt sé við klappir ofarlega í fjallinu, skammt sunnan miðju þess.