Kjósarheiðarvegur

Google Maps

Kjósarheiðarvegur er leiðin milli Selkots og Þingvalla. Vegurinn fer úr Stíflisdal um Selkot og þaðan upp Hrygginn við Kirkjuflöt upp á Kjósarheiði. Þar er farið yfir Jakobssund, mýrarfláka milli tveggja urðarhóla, þaðan yfir Einiberjaflöt og samsíða Kárastaðahlíð. Við Selskarð liggur gata niður að Kárastöðum. Haldið er áfram norðaustur frá Selskarði um brekkubrúnir Djúpugrófarholts, neðan þeirra rennur Engjalækur. Komið er niður hjá Brúsastöðum. Þar liggja leiðir áleiðis í suðaustur að Þingvöllum og norðaustur í átt að Norðlendingavegi.