Klif er örnefni við norðurenda Langatangagjáa, þar sem þær renna saman við suðurenda Arnarfells (Fjallshorn). Farið er um Klif á leið til og frá Arnarfellsbænum og undirlendinu þar um kring. Þar liggur nú akvegur, greiður yfirferðar.