Kolgerðir

Google Maps

Kolgerðir er mishæðótt svæði í skóginum austur af Hrauntúni. Það er sagt í hásuður af svonefndum Þorsteinshól og merkt skammt norðan Gapahæðaslóða. Nafnið Kolgerðir gefur til kynna að þar hafi verið gert til kola og má eflaust finna ummerki kolagrafa á þeim slóðum ef leitað er.