Kolsgjá er nefnd eftir leysingjanum Koli sem myrtur var af Þóri Kroppinskeggja landnámsmanni í Bláskógasveit. Þar á Þórir að hafa falið líkið. Nafnið er tilkomið úr frásögn Árna Magnússonar handritasafnara sem hafði það eftir Þingvallapresti snemma á 18. öld.