Langistígur

Google Maps
Langistigur
Langistígur
Langistígur

Langistígur er fallega flóruð gata sem ferðamenn hafa farið um aldir. Stígurinn liggur nyrst upp úr Stekkjargjá þar sem gjáin er þrengst. Þegar komið er upp Langastíg má fá fallega yfirsýn yfir Þingvelli og Þingvallahraun. 

Stígurinn liggur eftir mjórri sprungu ofan í Stekkjargjá. Líkast til er þetta gömul þingleið fyrir þá sem komu vestur úr Kjósarheiði eða eftir Leggjabrjót úr Hvalfirði. Þegar póstsamgöngur hófust var þetta helsta leið landpóstsins austur um Þingvallahraun. Langistígur var þó illfær klyfjuðum hestum þar til hann var jafnaður og flóraður nokkru eftir að Hallvegur fór undir vatn í jarðsiginu mikla sem varð í kjölfar jarðskjálftana 1789.

Þeir, séra Björns Pálssonar á Þingvöllum og Kristjáns Magnússonar hreppstjóri í Skógarkoti, sem lögðu til að ráðist var í að laga til Langastíg árið 1830. Til verksins var ráðionn Ófeigur Jónsson á Heiðarbæ, sá hinn sami og málaði altaristöfluna gömlu sem enn prýðir Þingvallakirku.

Ástæða þessara vegarbóta var ekki síst sú að auðvelda heybandslestum Þingvallabænda för. Eftir að engjar við Öxarárósa fóru undir vatn varð að afla heyja úr heiðum ofan Almannagjár. Allt vestan úr Kjálkum og Grófinni sunnan Stíflisdals.

Sá galli er á Langastíg að snjór safnast þar snemma fyrir á veturna og helst lengi fram eftir vori. 

Heimild

Björn Þorsteinsson, 1986, Þingvallabókin, Örn og Örlygur.