Mjóafell innra

Google Maps

Mjóafell innra (eða Innra-Mjóafell) er móbergshryggur og annað Mjóufallanna fyrir norðan Þingvallahraun. Mjóafell er stærra af þeim tveimur, snýr eftir landreksstefnunni og um 2,7 kílómetra langt. Hæsti punktur þess er um 429 metrar yfir sjávarmáli og skammt innar rennur fjallið inn í annan móbergshrygg, er kallast Gatfell. Mjóafell innra er skammt austan Lágafells og samfast austurhlíðum þess nyrst. Lágur dalur er á milli, með leysingafarvegum og kallast hann Klauf . Þar syðst er grasflöt er kallast Biskupsflöt og var notuð til slægna af Hrauntúnsbændum.