Ámundahólar

Google Maps

Ámundahólar

„Skammt fyrir vestan Vellankötlu, vestan-við gamla veginn, en norðan-við hinn nýja, eru Tjarnir (33). Norðaustan-við þær eru Ámundahólar (34), að mestu grasi og skógi vaxnir. Austur-af þeim er Nýi-stekkur“ segir í örnefnalýsingu Þingvallahrauns.

Ámundahólar (einnig nefndir Ögmundarhólar) eru lágir og kjarrgrónir hólar í Þingvalladældinni, skammt norðan Vatnsviks og NA af Tjörnum. Engin saga fylgir um Ámunda þann, sem hólarnir eru kenndir við. Skammt norðan og austan hólanna eru örnefnin Nýi-Stekkur, Jónslundur og Skúti.