Peningagjá

Google Maps
Peningagja
Peningagjá
Peningagjá

Peningagjá gengur einnig undir nafninu Nikulásargjá.

Peningagjá er svo til á sama stað og Nikulásargjá. Hægt er að reka örnefnið til tvennskonar viðburða. Annarsvegar þegar dæmt var í máli um peningafals á Þingvöllum á 18. öld. Voru peningarnir blandaðir með verðminni málmi. Samkvæmt heimildum voru peningarnir klipptir í sundur og sáldrað í gjár á Þingvöllum. Hvort það var Peningagjá, Silfra eða aðrar gjár er ekki vitað. 

Nafnið ber gjáin þó helst í dag vegna þess að gestir staðarins hafa kastað klinki í gjána síðan að hún var brúuð 1907. Segja frásagnir að Friðrik VIII hafi verið fyrstur til þess en brúin var reist í tilefni af konungsheimsókn hans til Íslands. Á þriðja áratugnum var sett upp skilti "to the wishing well" sem vísaði til Peningagjár. Var þá komið á kreik saga um að hægt væri að óska sér. Engar eldri þjóðsögur eða frásagnir eru til um slíkt hér á landi.