Skógarhólar

Google Maps
Skogarholar
Skógarhólar er mikilvægur áningarstaður þeirra sem fara með hross sín ríðandi í sumarhaga.
Skógarhólar

Mynd tekin 2013 af Skógarhólum en þar er vinsælt að vera með hesta sína og fara í reiðtúra um Þingvallasvæðið.

Skógarhólar eru mikilvægur áningarstaður þeirra þéttbýlisbúa sem fara á vorin ríðandi með hross sín í sumarhaga. Um aldir hefur Þingvallasvæðið verið viðkomustaður þeirra sem fara ríðandi um landið.

Á Þingvöllum greinast leiðir um Uxahryggi og Kaldadal í uppsveitir Borgarfjarðar og svo austur um sveitir Suðurlands. Samkvæmt samkomulagi Landssambands hestamanna við þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið rekin áningarstaður fyrir hestamenn í Skógarhólum um langt árabil. Heldur Landssambandið utan um rekstur og viðhald svæðisins. Nálgast má frekari upplýsingar um það á heimasíðu sambandsins.