Þórhallastaðir

Google Maps
Olkofradalur
Þórahallastaðir voru býli í miðjum sigdal Þingvalla

Ef gengið er í austur frá Skógarkoti er komið að hinu forna eyðibýli Þórhallastöðum með túngarði um kring að hluta. Samkvæmt Ölkofraþætti bjó Þórhallur nokkur á Þórhallastöðum eða á Ölkofrastað en hann var uppnefndur Ölkofri eftir húfu sem hann bar jafnan á þingum. 

Hann bruggaði öl í þingheim en sagan segir að hann hafi sofnað við kolagerð og brennt skóg nokkurra goða sem þeir höfðu keypt til nytja á þingi. Ölkofra þáttur rekur þrautagöngu Ölkofra við að leita sátta við goðana.

 

Þórahallastaðir og Ölkofradalur

Örnefnin hafa um margt runnið saman. Stundum er talað um að Ölkfradalur sjálfur sé þar sem nú vaxa grenitré í þéttum hring og hafa hulið smá dæld í hrauninu. Efst á myndinni sést glitta í tóft og tún. Hvort tveggja eru menningarminjar.