Vatnskot

Google Maps
Vatnskot
Vatnskot

Í Vatnskoti á bökkum Þingvallavatns er í dag lítið tjaldsvæði. Tjaldað er á gömlum túnum sem áður tilheyrðu býlinu. Einungis er heimilt að vera í tjöldum eða léttum tjaldvögnum sem hægt er að draga með handafli inn á svæðis.
Á svæðinu er snyrtihús með vatnssalernum, vöskum og köldu rennandi vatni. Einnig eru borð og bekkir til afnota fyrir gesti.
Á tjaldsvæðinu í Vatnskoti og í nágrenni þess er mikið af gömlum vegghleðslum og tóftarbrotum.

Tóftir

Vatnskot var lengi vel sel frá Þingvallabæ.

Í Vatnskoti búskapur frá síðari hluta 19. aldar fram yfir miðja 20. öld.

Árið 1912 hefur þarna búskap Símon D. Pétursson og Jónína Sveinsdóttir. Bjuggu þau þar í um hálfa öld. Voru þau síðustu bændur í þjóðgarðinum

Símon var þúsundþjalasmiður og fann upp á ýmsum tækjum og tólum sem nýttust í fámennri og oft torsóttri sveitinni. Þingvallavatn þekkti hann út og inn enda var það eitt helsta lífsviðurværi hans það sem úr vatninu fékkst ásamt ýmissi vinnu m.a. fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum. 

Vatnskot

Hér má líta á mynd af gamla Vatnskotsbýlinu áður en það var rifið eftir miðja 20. öld. Enn sést vel móta fyrir tóftum bæjarins.