Hraunbýli

Hraunbýlin

Búskapur var stundaður á Þingvöllum frá landna´mi, bæði áður en jörðin var kirkjujörð og svo áfram enda helsta tekjulind prestsins var búskapur. 

Þrjár býli inn í sigdalnum sjálfum eru jafnan kölluð hraunbýlin og heita þau Hrauntún, Skógarkot og Vatnskot. Þá er til örnefnið Ölkofradalur en áhöld er um hvort þar hafi verið sérbýli óháð Skógarkoti eða hvort Þórhallur Ölkofri hafi í reynd búið í Skógarkoti. 

Öll voru þau ýmist sel eða hjáleigur Þingvallajarðar í gegnum aldirnar. Skógarkots er getið í manntali þeirra Árna Magnússonar og Páls Lýðssonar frá 1703. Hrauntún virðist ekki hafa verið í byggð fyrri en 1828 og Vatnskot seinna á 19. öld. 

 

Skógarkot

Enn má greina vel túnin í Skógarkoti. Gangandi gestir fara í gegnum þéttan birkiskóg áður en komið er að hinum fornu túnum.