Þingstaða- verkefnið

Þingstaðaverkefnið 2009-2012

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var á meðal átta aðila af stóru verkefni sem hefur verið samþykkt af Byggðastofnun er umsjónaraðili með framkvæmd Norðurslóðaáætlunarinnar áÍslandi.  Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP).

Meginmarkmið með verkefninu er að kynna sögu þingstaða frá víkingatímanum. Aðilar að verkefninu eru frá Skotlandi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, Færeyjum, Noregi og eyjunni Mön. Norðurslóðaáætlunar 2007-2013 er að efla atvinnu- efnahags- og félagslega samvinnu svæða og landa á norðurslóðum með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.

Nafn verkefnisins er: The THING Project - Thing Site International Networking Group og er
grunnhugmynd verkefnisins er að efla og auka þekkingu á sögu þingstaða, hvernig hægt er að kynna hana og hvernig megi efla ferðaþjónustu tengda þessum stöðum.

Verkefnið byggir á þeim þingstöðum sem kunnir eru frá víkingatímanum og eru dreifðir um þau landssvæði sem víkingar námu og byggðu.

Í Skotlandi er Dingwall þekkt örnefni á tveimur stöðum og á eyjunni Mön í Írlandshafi eru lög enn sögð við hátíðlega athöfn hvert sumar á stað sem heitir Tynwall. Í Færeyjum stendur stjórnarsetur eyjanna á Tinganesi þeim stað í Þórshöfn, þar sem þing voru háð um aldir.  Á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum eru örnefni og sagnir um forna þingstaði.  Lög Gulaþings eru sögð fyrirmynd fyrstu laga á Alþingi Íslendinga á Þingvöllum árið 930.   Talið er að Gulaþing hafi verið í bænum Eyvindvik nyrst í sveitarfélaginu Gulen norðan við Bergen á vesturströnd Noregs.

Þingstaðaverkefnið opnar á tengingar milli þeirra landa þar sem þingstaðir voru og skapar möguleika til að draga fram sögu héraðsþingstaða á Íslandi, kynna þá og þróa fjölbreyttari ferðaþjónustu í tengslum við þá.

Hér má finna heimasíðu verkefnisins en einnig er það kynnt á facebook síðu með slóðinni Thing Project 2009-2012.

Á Flickr síðu verkefnisins má sjá myndir frá mismunandi þingstöðum og fundum verkefnisins.