Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Guðni Ágústsson fjallar um Jónas Hallgrímsson.

Gangan með Guðna um hann Jónas Hallgrímsson byrjar klukkan 20:00 við Gestastofuna á Haki og er öllum opin og ókeypis. 


Gangan um Jónas Hallgrímsson listaskáldið verður leidd af Guðna Ágústssyni en með honum koma góðir gestir eins og geðlæknirinn geðþekki Óttar Guðmundsson. Þá flytur Sólveig Arnarsdóttir leikkona ljóð eftir Jónas. 

í þessu fríða föruneyti verður með Karlakór Kjalnesinga.