Kvikmynda og ljósmyndatökur í atvinnuskyni

Kvikmynda og ljósmyndatökur í atvinnuskyni

Sækja umsóknareyðublað

Í þjóðgarðinum á Þingvöllum gilda sérstakar reglur um kvikmynda og ljósmyndatökur í atvinnuskyni.

Ljósmynda- og kvikmyndatökur eru almennt heimilar innan þjóðgarðsins. Ljósmynda- og kvikmyndataka í þjóðgarðinum í atvinnuskyni er þó háð samþykki Þingvallanefndar eða þjóðgarðsvarðar í umboði hennar.

Ekki þarf að sérstakt leyfi sé tökumaður einn og geti borið búnað sinn sjálfur. Sækja skal um leyfi til kvikmyndatöku með minnst 7 daga fyrirvara fyrir lítil verkefni en 30 daga fyrir stór verkefni.  Lítil verk teljast þau, þar sem starfsmenn eru 10 eða færri, önnur teljast stór.

Hægt er að senda umsóknina með tölvupósti á thingvellir@thingvellir.is.