Annasamt haust

Haustlitir skarta sínu fegursta

Fallegir haustliti hafa lokkað gesti til Þingvalla og fengið þá til að munda myndavél eða síma. 

Fjöldi hópa

Það hefur verið í nógu að snúast undanfarnar tvær vikur í móttöku hópa hér í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 

Þetta hafa verið ýmist grunn- og framhaldskólahópar eða hópar heldri borgara í gegnum félagsstarf hverfiskirkjunnar eða félagsmiðstöðvar. 

Skólahópar hafa verið að koma hingað sem partur af námi þeirra og fengið fína leiðsögn frá starfsfólki þjóðgarðins. Af nógu er að taka enda saga staðarins fléttuð við sögu lands og þjóðar. Þá minnir náttúran á sig með skörpum haustlitum og urriðinn vel sjáanlegur þar sem hann gengur nú upp Öxará. 

Aðrir skólahópar hafa verið í erlendu samstarfi og þá farið með gesti sína til Þingvalla. Er þetta orðinn nær 200 ára siður að sýna Þingvelli erlendum gestum. Hér er jafnan lagt upp með frásögn af því hvernig jarðfræðin hefur mótað staðinn og landnámsmenn síðan nýtt sér hið náttúrulega leiksvið til að skapa menningu þjóðar.

Þá hafa þó nokkrir góðir erlendir hópar komið til Þingvalla. Þá helst til að læra af því hvað við höfum gert, mistekist og tekist. Þetta hafa veirð hópar frá ýmist sveitarfélögum og friðuðum svæðum. Slíkar heimsóknir kalla þó sjaldnast á einhliða fræðslu enda oft margt sameiginlegt þótt svæðin séu ólík. 

Heimsókn frá Avannaata kommúnunni

Grænlenskur hópur frá Avannaata Kommunia kom til að fræðast um áskoranir ferðaþjónustu Þingvalla.

Avannaata Kommunia

Í lok síðustu viku kom hópur frá Avannaata Kommunia. Þar er UNESCO svæðið Illulisat ísfjörðurinn. Einar Á. E. Sæmundsen tók á móti þessu góða hópi og fór yfir þróun þjóðgarðsins á Þingvöllum. Umræður spunnust um gestafjölda, stýringu, bílastæði og margt fleira. 

UNESCO tengingin hefur boðið upp á mjög góðan flöt til að tengja saman bæði lík og ólík svæði. 

Fyrirlestur í Þingvallakirkju

Með eldri borgurum hefur fyrirlestralurinn Snorrabúð þar sem gestir hafa notið kaffisopa og kleina. Í góðri kaffihúsastemmingu er svo farið yfir sögu þjóðgarðins og megináherslan lögð á breytingar síðustu 150 árin eða svo. Þá hefur einnig verið farið í Þingvallakirkju ef hópurinn er ekki fleiri en 40 manns.