Appelsínugul veðurviðvörun 07.02

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir þriðjudaginn 07.02. Veðrið skellur á snemma morguns og gengur hratt yfir. Samkvæmt spánni verður mikill vindhraði og úrkoma líklegast í formi snjókomu.

Búast má við að vegir verði ófærir en fylgjast má með færð vega á heimasíðu Vegagerðarinnar

Vegna veðurs og mögulegra lokana á vegum má ætla að opnunartími gestastofu á Haki og þjónustumiðstöðvar á Leirum raskist þar sem starfsfólk kemst ekki til Þingvalla. 

Við mælum með að fólk haldi sér heima fyrir og fylgist með færð og veðri á eftirfarandi síðum:

www.vedur.is 

www.vegagerdin.is

www.safetravel.is 

Appelsínugl veðurviðvörun

Ekkert ferðaveður verður fyrripart morgundagsins og jafnvel fram eftir degi.