Lokaðar leiðir

Veðrið hefur leikið þjóðgarðinn grátt í vetur. Ýmist með frosti eða leysingum. Hlýindafarið í janúar tók í sundur göngupall neðan við Lögberg og leiðir gestir austur að brúnum yfir Öxarárhólma. Þessi leið er nú lokuð þangað til hægt verður að gera við göngupallinn. 

Snjókoma og skafrenningur hefur gert gönguleiðina við Stutta stíg ófæra. Stutti stígur er systa leiðin milli Kárastaðastígs í Almannagjá og Valhallar, P5. Hlýnun komandi helgi á vafalaust eftir að bæta þar úr en ávalt er mælt með notkun mannbrodda. 

Kortið hér fyrir neðan sýnir þær leiðir sem lokaðar hafa verið. Merkingin er rauður kassi með strik yfir. 

Lokanir sýndar

Lokanir á kortinu eru sýndar með rauðum kassa og strikum yfir. Eru þetta leiðir yfir Öxará annarsvegar og hinsvegar eftir Stutta stígs milli Valhallar og Almannagjár. 

Gönguleið neðan við Lögberg

Í leysingum í janúar á þessu ári tók göngupallinn í sundur. Ekki er hægt að gera við pallinn fyrr en í vor. Unnið verður að hjáleið þegar færi gefst.