Lokum fyrr 10. mars

Gestastofa þjóðgarðsins lokar fyrr, föstudaginn 10. mars, en venjulega sökum starfsmannagleði. Af sömu ástæðu opnar hún ekki fyrr en klukkan 10 daginn eftir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna þessa. 

Þjóðgarðurinn sjálfur er vitaskuld öllum opinn og hægt að njóta fjölmargra gönguleiða sem þar eru í boði. 

Það er einvörðungu gestastofan og sýningin sem lokar fyrr.