Umferðarstýring sumarið 2023 við Hakið

Fyrirhugað er að taka upp virka stýringu umferðar og breyta skipulagi á nokkrum bílastæðum í þjóðgarðinum á Þingvöllum í sumar. Á kortunum sem hér fylgja má sjá það skipulag sem tekur gildi 15. maí 2023 og verður til 15.september í haust. Hægt er að nálgast útfærsluna einnig í pdf skjali hér.


Starfsfólk þjóðgarðsins verður meira virkt í umferðarstjórnun á álagstímum í sumar og óskar þjóðgarðurinn eftir góðu samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki til að hjálpa til að að láta umferð ganga vel í sumar á mesta anna sumri ferðaþjónustu í lengri tíma.

Umferðarstýring yfirlitsmynd

Breytingin er hverfandi en markvissari stýring verður á bílastæðinu við gestastofu á Haki P1. Skilgreind verða biðsvæði fyrir ferðaþjónustuaðila. 

Umferðarstýring á Haki - P1

Svæði með dökkbláum hring er ætlað fyrir stærri rútur (20 farþegar eða fleiri).

Svæði með fjólubláum hring er ætlað fyrir kálfa (19 farþegar eða færri), ferðaþjónustujeppa og leigubíla.

Svæði með rauðum hring er ætlað fyrir einkabíla og bílaleigubíla.

Biðsvæði

Komið verður upp merktum biðsvæðum fyrir rútur sem munu vera í gildi yfir háannatímann í þjóðgarðinum. Ferðaþjónustuaðilum er bent á að reyna að nýta þessi svæði svo draga megi úr líkum á umferðaröngþveiti á P1 og P2.

Fyrirkomulag: Bílstjórar og leiðsögumenn þurfa að vera í sambandi við notkunina. Til dæmis hringir leiðsögumaður í bílstjóra þegar hann er tilbúinn með hópi til brottferðar og þá getur rútan komið.

Þetta er sett fram til að reyna að minnka biðálag við P2.  Óskar þjóðgarðurinn eftir að ferðaþjónustufyrirtæki reyni eftir fremsta að nýta þetta úrræði og kynni fyrir sínum bílstjórum og leiðsögumönnum.

Kortin hér að neðan sýna hvar fyrirhuguð biðsvæði verða.

Biðstæði Tæpistígur

Biðstæði verður merkt við Tæpastíg. Þar er malbikað plan áður en keyrt er framhjá Snóku og Hvannagjá eða brekkuna sem liggur niður að Þjónustumiðstöðinni á Leirum, gps: 64.277802, -21.101268. 

Biðstæði Syðri - Leirar

Milli Fögrubrekka og Syðri-Leira er U-laga stæði sem hentar sem biðstæði fyrir rútur, gps hnit: 64.277334, -21.093674.

Biðstæði Vallakrókur

Gegn Furulundi er U-laga bílastæði sem hentar sem biðstæði og er einna næst P2, gps hnit 64.267131, -21.110159.