Velkomin til Þingvalla

Velkomin til Þingvalla er heiti nýrrar sýningar sem opnaði sunnudaginn síðastliðinn í gestastofu þjóðgarðins á Haki. Ljósmyndir, Gunnars Geirs Vigfússonar ljósmyndara, af heimsóknum erlendra þjóðarleiðtoga, gestgjafa þeirra og stórhátíðir á Þingvöllum síðastliðin 50 ár prýða sýninguna.

Ferill Gunnars á Þingvöllum nær yfir ótölulegan fjölda heimsókna þjóðarleiðtoga og annars fyrirfólks sem hefur verið boðið velkomið til Þingvalla.

Velkomin til Þingvalla og forseti Íslands

Í gær flutti herra Guðni Th.Jóhannesson um mikilvægi ljósmynda en jafnframt orða til að lýsa landi og þjóð. Bar hann gott orð á ljósmyndir Gunnars Geirs. 

Gunnar Geir hefur ljósmyndað þrjár stórhátíðir á staðnum, 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, 50 ára afmæli lýðveldis og kristnitökuhátíðina. Af öðrum atburðumstendur upp úr heimsókn Jóhannesar Páls páfa II, Elísabetar II Bretadrottningar og Jiang Zemin Kínaforseta.

Fyrsta mynd Gunnars í tilefni opinberrar heimsóknar á Þingvöllum var koma Margrétar Þórhildar Danadrottningar árið 1973. Nú 50 árum síðar hefur safnast í myndabanka Gunnars eftir því sem heimsóknum erlendra ráðamanna hefur undið fram. Sýningin er ferðalag um tímann þar sem umhverfi staðarins breytist lítið  en ný andlit birtast á hverri mynd.

Sýningin er í gallerígangi sem er inn af margmiðlunarsýningunni Hjarta lands og þjóðar í gestastofu þjóðgarðsins.

Ljósmyndari ljósmyndar eigin myndir

Gunnar athugaði fyrir opnun hvort allt væri ekki allt rétt uppsett. 

Sýningin rædd

Gunnar Geir Vigfússon, hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. 

Forsetinn og ljósmyndarinn

Guðni Th. Jóhannesson forseti kom inn á að Gunnar Geir hefði líklegast myndað flestar ríkisstjórnir Íslands.