Arnarfellshólmi

Google Maps
Ornefni Atlas Arnarfellsholmi Abb1

Arnarfellshólmi er hólmi í Þingvallavatni suðvestan Arnarfells, um 120 m frá vatnsbakkanum. Hólminn er um 100 fermetrar að flatarmáli og nokkuð grýttur. Matthías Einarsson, landeigandi Arnarfells, gróðursetti þar reynitré 1936. Enn vex tré á hólmanum en ekki verður fullyrt hvort það sé hið sama og komið var fyrir á sínum tíma.

Arnarfellshólmi í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá Arnarfells frá 1982:

„Vestur af Arnarnesi er hólmi, Arnarfellshólmi (12). Þar vex eitt reynitré, gróðursett af Matthíasi lækni 1936.“

Kristján svarar þá í spurningalista (í kringum 1982–1985) sem starfsfólk Örnefnastofnunar samdi upp úr örnefnaskrá Arnarfells:

5. Hvernig er gróðurfar í Arnarfellshólma? Hefur hólminn spillst af ágangi vatnsins? Á árunum 1930-40 var reyniviðarplanta sett í hólmann og lifir enn, 1984. Svo er þar hvönn og mosi.“

Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi í Mjóanesi, merkti Arnarfellshólma inn á útprentaða loftmynd á 9. áratug síðustu aldar við núverandi staðsetningu.

Heimildir

Tengd örnefni