Fjallshorn er nafn á suðurenda Arnarfells, austan Sláttulágar. Langatangagjár hverfa inn í Fjallshornið og mynda þar misgengi og klettabelti.
Fjallshorn í frumheimildum
Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá Arnarfells frá 1982:
„[Frá Klofhóli] er lág klettaströnd upp að Fjallshorni, en það er suðurendi Arnarfells.“