Fjallshorn er heitið á syðsta enda Arnarfells. Þar eru snarbrattar brekkur og klettabelti, sérlega í vesturhlíðum. Langatangagjár hverfa inn í Fjallshorn og heitir þar Klif, þar sem gengið er meðfram fjallsrótunum niður að Sláttulág í átt að Arnarfellsbænum.