Hrútaklettur

Google Maps

Hrútaklettur er örnefni í undirlendinu vestan Arnarfells. Líkleg staðsetning Hrútakletts er á lágri hæð upp við klettabeltið sem liggur niður að vatnsborði Þingvallavatns. Staðurinn er nyrst á ræktuðum túnbletti frá Arnarfellsbænum og um 60 m norður af laut sem kallast Leynir.

Hrútaklettur í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá Arnarfells frá 1982:

„Framan við túnið í víkinni [við Arnarfellsbæinn] er malarkambur og ofan við hann er tjörn. Túnið upp af henni er brött brekka, og efst á brekkubrúninni er gamalt fjárhús og hlaða. Þar í norður myndast allbreiður slakki, sem nú er orðinn að túni. Norðan við þann slakka gengur lítil laut til norðvesturs og heitir Leynir og liggur niður að standbergi 10- 20 m háu. Nokkru norðar, u.þ.b. 100 m, er klettur uppi á berginu, sem heitir Hrútaklettur.“

Kristján segir þá í svari við spurningalista (í kringum 1982–1985) sem starfsfólk Örnefnastofnunar samdi upp úr örnefnaskrá Arnarfells:

6. Er vitað um tilefni nafnanna Hrútaklettur? Hrútur mun hafa hrapað en fannst þó seinna lifandi.“

Heimildir