Öxarárfoss

Google Maps
Oxararfoss
Öxarárfoss er 12,5 metra hár foss sem fellur ofan í Almannagjá.

Öxará rennur 14 km leið frá Myrkavatni, sem liggur milli Botnssúlna og Búrfells, niður í Þingvallavatn. Þar sem áin fellur ofan af hömrum Almannagjár niður í gjána myndast 12,5 metra hár Öxarárfoss. Þar sem áin er dragá eru vatnavextir hennar háðir ofankomu og leysingum. Í þurrkatíð verður fossinn vart svipur að sjón en í leysingum og miklum rigningum þrefaldast rennslið miðað við meðalrennsli, sem nemur um 1,8 rúmmetrum á sekúndu. Þá flæðir Öxará yfir árhólma þá sem sjást við Þingvelli og tætir úr bökkum sínum áður en áin rennur í Þingvallvatn.

Titill á mynd

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua voðaflott.

Þar sem Öxará fellur fram af hamraveggjunum ofan í Almannagjá myndast 12,5 metra hár foss og heitir eftir ánni, Öxarárfoss. Eins og áin sjálf er stærð fossins háð því úrkomumagni sem til fellur. Fossinn getur því allt að þrefaldast að breidd þegar það eru leysingar eða mikil vætutíð miðað við meðalrennsli.

Tilurð nafnsins á ánni kemur frá því þegar sagt er frá landnámsminnum Ketilbirni. Hann byggði sér skála við Skálabrekku. Þegar hann og menn hans voru í landkönnun að vetri til komu þeir að ánni þar sem hún var frosins. Hjuggu þeir í ísinn og misstu exina þar niður. Síðan þá hefur hún kallast Öxará.

Með þekktari þjóðlögum okkar tengjast Öxará og heitir Öxar við ána. Upprunalega útgáfan, Þingvallasöngur, var samin af Steinmgrími Thorseinssyni 1856. Það lag sem við flest lærum var þó gert síðar og fékk viðbætur frá Helga Helgasyni.

Uppruni Öxarár

Öxará á Þingvöllum á uppruna sinn í Myrkavatni skammt norðan við Búrfell, þaðan rennur hún um Öxarárdal, yfir Biskupabrekkuhraun norður af Brúsastöðum gegnum Þingvelli og þar í Þingvallavatn.

Öxará er dragá og vatnið í henni er því að megninu til úrkoma sem fallið hefur á landsvæðið í kringum Myrkavatn.

Nafnið hefur áin að rekja til ferða Ketilbjarnar gamla landnámsmanns í Mosfellsdal. Hafði hann og fylgismenn hans byggt skála hjá Skálabrekku. Í einni ferð þeirra austar komu þeir fljótt að ísilagðri ánni. Hjuggu þeir gat á ísinn með öxi en við það glataðist téð öxi í ána og hefur áin uppfrá því borið nafnið Öxará.

Sagan

Í árdaga Alþingis á Þingvöllum rann Öxará ekki um slétturnar fyrir neðan Lögberg. Þá var botn sigdældarinnar milli Almannagjár og Hrafnagjár ofar í landinu. Vegna gliðnunar og jarðskjálfta hefur hann sigið frá þeim tíma. Langt gat því verið að sækja hreint drykkjarvatn þar sem Þingvallavatn var fjær Alþingisstaðinum og vatn í gjám var neðar og því erfiðara að sækja það. Einnig má leiða líkur að því að gjárnar hafi verið notaðar sem salerni og fyrir annan úrgang.

Í Haukdælaþætti í Sturlungu segir að ákveðið var að stífla Öxará til að beina farvegi hennar niður Almannagjá og þaðan í Þingvallavatn. Þetta þýddi að ferskt drykkjarvatn flæddi um Alþingisstaðinn.