Sauðasteinavíkur eru tvær litlar víkur við Þingvallavatn, vestan Sauðasteina við suðurenda Langatangagjáa, u.þ.b. 1 km sunnan Arnarfells.
Sauðasteinavíkur í frumheimildum
Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá Arnarfells frá 1982:
„Norðaustan við Langatanga eru tvær gjár samsíða vatnsbakkanum og heita Langatangagjár. Þær eru í beinu framhaldi af Hrafnagjá. Við suðurenda þeirrar, sem er nær vatninu, eru klettadrangar, sem heita Sauðasteinar. Sunnan við þá eru tvær litlar víkur, Sauðasteinavíkur. Þar eru góðir veiðistaðir.“