Sauðasteinavíkur

Google Maps

Sauðasteinavíkur eru tvær litlar víkur við Þingvallavatn, vestan Sauðasteina við suðurenda Langatangagjáa, u.þ.b. 1 km sunnan Arnarfells.

Sauðasteinavíkur í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá Arnarfells frá 1982:

„Norðaustan við Langatanga eru tvær gjár samsíða vatnsbakkanum og heita Langatangagjár. Þær eru í beinu framhaldi af Hrafnagjá. Við suðurenda þeirrar, sem er nær vatninu, eru klettadrangar, sem heita Sauðasteinar. Sunnan við þá eru tvær litlar víkur, Sauðasteinavíkur. Þar eru góðir veiðistaðir.“

Heimildir

Tengd örnefni