Stekkjarlaut

Google Maps
Ornefni Atlas Stekkjarlaut 328A

Stekkjarlaut er örnefni í undirlendinu vestan Arnarfells. Lautin er staðsett vestan Stapatjarnar í annars uppblásinni lægð milli tveggja lágra ása. Nafnið er dregið af stekki Arnarfellsbæjar sem virðist reistur syðst í lautinni. Stekkur þessi snýr samhliða landslagsáttinni, skiptist í rétt og kró og er um 10 x 5 metrar að utanmáli. Annað rými virðist vera við vesturlanghlið stekkjarins.

Grjóthlaðin rétt eða aðhald er við brekkurætur Stekkjarlautar 60 metrum norðan stekkjarins, 15 x 4 m að utanmáli og allgreinileg.

Stekkjarlaut í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá Arnarfells frá 1982:

„Upp af túninu [við Arnarfellsbæinn] gengur brík norður á bergið, og austur af henni hallar landinu til austurs að Stapatjörn, sem er djúp tjörn. Suðvestan við hana er gróinn slakki, sem heitir Stekkjarlaut, og við hana er Stekkur.“

Heimildir

Tengd örnefni