Stekkur (Arnarfell)

Google Maps
Ornefni Atlas Stekkur A2e5

Stekkur er örnefni í undirlendinu vestan Arnarfells. Þetta mun hafa verið stekkurinn frá Arnarfelli og er hann staðsettur í svonefndri Stekkjarlaut tæpum 850 metrum norðan bæjarins. Greinileg stekkjargata liggur þar á milli.

Stekkurinn er staðsettur syðst í Stekkjarlaut, snýr samhliða landslagsáttinni og skiptist í rétt og kró. Hann er um 10 x 5 metrar að utanmáli. Einnig vottar fyrir öðru rými á vesturlanghliðinni.

Stekkur í frumheimildum

Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi á Gjábakka og Mjóanesi, segir svo í örnefnaskrá Arnarfells frá 1982:

„Upp af túninu [við Arnarfellsbæinn] gengur brík norður á bergið, og austur af henni hallar landinu til austurs að Stapatjörn, sem er djúp tjörn. Suðvestan við hana er gróinn slakki, sem heitir Stekkjarlaut, og við hana er Stekkur.“

Kristján segir þá í svari við spurningalista (í kringum 1982–1985) sem starfsfólk Örnefnastofnunar samdi upp úr örnefnaskrá Arnarfells:

Er vitað, hvenær síðast var fært frá í Arnarfelli? 1916.“

Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti, síðar bóndi í Mjóanesi, merkti Stekk inn á útprentaða loftmynd á 9. áratug síðustu aldar. Þar var hann ögn norðaustar (64.21979,-21.0806).

Heimildir

Tengd örnefni