Vellankatla

Google Maps
Vellankatla 2
Vellankatla
Vellankatla

Vellankatla liggur í Vatnsviki og er í norðausturhluta Þingvallavatns. Á góðviðrisdögum má sjá hvernig innstreymi grunnvatnsins bungar út kyrrt stöðuvatnið.

Hér bullar fram undan hrauninu grunnvatn sem að uppistöðu kemur frá Þórisjökli og Langjökli. Hefur því áður gruggugt jökulvatnið ferðast tæpa 50 km á leið sinni suður í Þingvallavatn og hreinsast á leiðinni. 

Vellankötlu er getið í íslendingasögunum en hér hittust kristnir menn og riðu saman til þings fyrir örlagaþingið sem var háð 999-1000. Á því þingi var kristni lögtekin eftir ráðleggingunum Þorgeirs Ljósvetningagoða. 

Hér hvíldi Gissur hvíti, einn leiðtogi kristinna mann, sig og hitt á Hjalta Skeggjason. Saman riðu þeir til þings og safnaðist annað kristið lið með þeim. Heiðnir höfðingjar ætluðu að varna þeim að komast til þings enda hafði Hjalti Skeggjason verið lýstur sekur fyrir goðgá (guðlast gegn heiðnu goðunum) árið áður. 

Allir komust til þings. Þó ekki liti friðvænlega út var þó komist að samkomulagi þar sem kristni var lögtekin en með þeirri undanþágu að heiðnir mátu blóta goð sín á laun.