Þingvallavatn

Þingvallavatn

Thingvallavatn2

Vöktun

Margvísleg vöktun á sér stað í Þingvallavatni, grunnvatni þess og gjám.

Vöktun Þingvallavatns - samstarfsverkefni

Árið 2007 hófst vöktunarverkefni á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns á vegum Umhverfisstofnunar, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Vöktunin mun veita mikilvægar upplýsingar um grunnþætti í lífríki vatnsins sem er nauðsynlegur þáttur í verndun þess.

Markmið vöktunarinnar er að beita samfelldum langtíma mælingum svo unnt verði að kortleggja hugsanlegar breytingar á lífríki vatnsins vegna meintra álagsþátta s.s. nýtingar vatns, frárennslis, vatnsmiðlunar eða vegagerðar. Lífríki Þingvallavatns er fjölskrúðugt og sérstakt. Má nefna sem dæmi að fjölbreytni bleikju í vatninu er einstæð og tvær sérstæðar marflóartegundir fundust fyrst í lindum vatnsins.

Á síðunni samstarfsverkefni eru teknar saman rannsóknir í Þingvallavatni. 

Silfra

Silfra er vinsæll ferðamannastaður á Þingvöllum. Fjöldi gesta ýmist kafar eða snorklar í gjánni ár hvert. Gerðar hafa verið ýmsar rannsóknir, ritgerðir og skýrslur um gjána. Hér má nálgast bæði skýrslurnar beint eða hlekki yfir á þær. 

Burðarþolsrannsókn þjóðgarðsins á Þingvöllum, unnin ef verkfræðistofunni Eflu 2019. 

Efnasamsetning Þingvallavatns.Gögn frá árinu 2021.  Unnin af Hafrannsóknarstofnun.