Jarðskorpuhreyfingar á Þingvöllum

Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur leiðir gesti um Þingvelli og fjallar um jarðfræði staðarins fimmtudaginn 6. júlí.
Halldór hefur leitt mælingar á hreyfingu jarðskorpuflekanna á Þingvöllum og víðar undanfarin ár.
Rannsóknirnar skipta sköpun til að við getum áttað okkur betur á eðli hreyfinga flekanna.
Gangan hefst frá gestastofunni á Haki klukkan 20:00 og er öllum opin og ókeypis. Athugið að ekki er rukkað fyrir bílastæði eftir 19:00
Langistígur í Almannagjá og horft til suðurs.
Hræringar og gliðnun

Gjár eru algengar á Þingvöllum vegna hreyfinga jarðskorpuflekanna. Halldór mun fara yfir gjármyndanir, sig og ýmislegt fleira í göngu fimmtudagskvöldsins.