Sögustaðurinn Þingvellir

Helgi Þorláksson sagnfræðingur leiðir fimmtudagskvöldgönguna 13. júlí. Gangan hefst klukkan 20:00 frá Langastíg, P3. Ef komið er frá Reykjavík er keyrt framhjá heimreiðinni að gestastofunni á Haki og áfram um fimm mínútur og þá er komið að bílastæðinu Langistígur, P3. Ef komið er að austan er keyrt framhjá áfram eftir vegi 36 þegar gatnamótum vegar 36/550 sleppir og eftir um tvær mínútur birtist bílastæðið Langistígur, P3, á vinstri hönd.

Helgi Þorláksson prófessor í sagnfræði og höfundur bókarinnar Á Sögustöðum leiðir fimmtudagsgöngu kvöldsins. Gangan hefst klukkan 20:00 á óvenjulegum stað eða við Langastíg nærri bílastæði P3. Þaðan verður gengið niður og endað á völlunum sjálfum þar sem þingið áður starfaði.

 

Helgi er öllum hnútum kunnur er tengist sögulegum viðburðum Íslandssögunnar. Nýútkomin bók hans tekur þó kannski ekki síst á því hvernig og hvaða heimildir eru dregnar fram á stöðum sem við köllum á hátíðastundum sögustaði Íslands.

Gangan er öllum opin og ókeypis. 

Upphafsstaður er ögn annar

Hér má sjá hvar upphafsstaður er en það er við Langastíg.