Fimmtudagskvöld á Þingvöllum - Yfirrétturinn á Íslandi: blóðskömm, dulsmál og drykkjuskapur

Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki og er öllum opin og ókeypis. Athugið að hætt er að rukka á bílastæði klukkan 19:00. 


Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir segir frá starfsemi yfirréttarins á alþingi á átjándu öld og tveimur stúlkum sem hlutu dauðadóma í yfirrétti 1724 og 1737 fyrir dulsmál og blóðskömm. Báðar sluppu þær þó við að mæta örlögum sínum í drekkingarhyl fyrir náð og mildi konungs.

Í yfirréttarskjölum er einnig að finna einkar athyglisverðan vitnisburð um framferði biskups á alþingi 1713 sem verður gerður að umtalsefni.

Af völlunum

Vellirnir hafa breyst í gegnum árin en voru svið yfirréttarins á alþingi.