Þingvellir sem aldrei urðu

Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni á Haki og er öllum opin og ókeypis. 

Hvað eiga þjóðkirkja, jarðgöng og þjóðarleikvangur sameiginlegt með Þingvöllum?


Torfi Stefán Jónsson fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum ræðir hinar fjölbreyttu hugmyndir hafa komið um framkvæmdir á Þingvöllum. Í gegnum árin, sérstaklega á 19. og 20. öld hafa komið upp margskonar hugmyndir um hvað væri hægt að gera á Þingvöllum. Sumar hugmyndanna voru ræddar í þingsal, aðrar komust á skipulagsplön, teikningar og stofnaðir voru sjóðir til framkvæmda. Aldrei varð þó neitt af þeim vegna ýmissa ástæðna.

 

Skipulagshugmynd fyrir Þingvelli frá áttunda áratugnum.