Lífið við vatnið

Gengið er frá Vatnskoti að Tjörnum, þaðan að Skógarkoti og þaðan fylgt Vatnskotsgötu aftur á upphafsreit. Gangan er létt, lítið um hækkanir en stundum ögn ójöfn undir fót. Strandlengja Þingvallavatns býður upp á fjölbreytta náttúru og spennandi búsetusögu fyrri tíma.