Drónaflug í áhugaskyni

Drónaflug í áhugaskyni

Varðandi að fljúga dróna innan þjóðgarðs þá bendum við á heimasíðu Samgöngustofu og þær reglur sem gilda um flug dróna almennt.

Á Þingvöllum gilda einnig eftirfylgjandi notkunar reglur sem settar eru til að tryggja frið og öryggi fugla og fólks.

Drónaflug á svæðinu milli Þjónustumiðstöðvar á Leirum  í norðri til Þingvallavatns í suðri skal fara  fram:

  •   Snemma morguns, fyrir klukkan 09:00.
  •   Eða seinnipart dags, eftir kukkan 18:00.

Á þessu svæði eru vinsælir ferðamannastaðir eins og Hak, Almannagjá, Lögberg, Flosagjá, Þingvallakirkja, Silfra og fleiri. Hér er einna mesta umferð í þjóðgarðinum. Virða ber frið annara gesta og dýra.

Annarsstaðar í þjóðgarðinum er í lagi að fljúga en virða ber þó ávalt friðhelgi annara gesta og dýra. Sem sagt ekki hanga lengi yfir þar sem eru aðrir gestir eða dýr.

Gott er að tilkynna flug á thingvellir@thingvellir.is

Kort yfir hvar eru takmörk á drónaflugi

Rauði ferhyrningurinn sýnir hvar er ætlast til þess að ekki sé flogið milli 09:00 - 18:00. Önnur svæði eru án takmarkana en þó skal virða umferð og friðhelgi annara gesta.