Fornleifarannsóknir neðanvatns

Fyrr í sumar var kynnt verkefni um neðanvatnsfornleifarannsókn í Þingvallavatni. Sú rannsókn er nú hafin og verður teymi erlendra neðansjávarfornleifafræðinga við störf í þjóðgarðinum út næstu viku. Munu þeir beita aðferðum fjarkönnunaraðferða eins og dróna, hliðarsónarskanna, myndmælingum og stýrðum köfunum. Búast má því við einhverri bátaumferð meðfram norðurstrandlengju Þingvallvatns og drónaflugi. 

Landsig sigdalsins hefur verið um 4 metrar síðustu 1000 ár. Tilgangur verkefnisins er kanna fyrri notkun Þingvallvatns sem og fornleifar sem nú eru neðanvatns en stóðu áður á þurru landi.

Verkefnið er leitt af Dr. Kevin Martin. Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á torfi@thingvellir.is eða í síma 8480672.